27.1.2009 | 23:49
Fyrsta undirbúningsganga fyrir Hvannadalshnjúk
Nefndin ákvað að hafa undirbúningsgöngurnar í febrúar á laugardagsmorgnum sökum rökkurs og þegar það fer að birta þá verður bætt við æfingum á miðvikudögum kl 18:00 eftir 1. mars.
Við ætlum að byrja rólega og fikra okkur svo ofar og ofar eftir því sem nær dregur að ráðist verður á Hnjúkinn. Fyrsta gangan verður:
Laugardagurinn 31. Janúar 2009 Lambafellsklofi
Lambafell er klofið í tvennt og verður gengið í gegnum fjallið en það er mjög sérstök upplifun. Gangan byrjar við Eldborg við Höskuldarvelli og er gengið í hring eins og sést á kortinu hér fyrir neðan. Svæðið er afar mosavaxið og algjört náttúrulistaverk. Við njótum eflaust ekki mosans mikið fyrir snjó núna en það er eflaust ekki verra. Þessi ganga er tilvalin fyrir krakka og unglinga sem hafa gaman af því að ganga og ekki er verra að hafa smá kakó meðferðis til þess að ylja sér.
Gangan tekur 2 - 3 klst.
Við ætlum að hittast á síðustu bensínstöðinni í Hafnarfirði (N1) á móti 10-11 kl. 10:00 stundvíslega og sameina okkur í bíla.
Hlökkum til að sjá ykkur göngugarpar!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2009 | 23:07
Fréttatilkynning frá gönguklúbb DejaVú.
Gönguklúbbur DejaVú stendur fyrir ferð uppá Hvannadalshnjúk í maí 2009.
Eins og vitað er þá er Hvannadalshnjúkur 2.110 metrar yfir sjávarmáli.
Nokkrar leiðir koma til greina en ekki er búið að ákvaða hvað leið verður farin en hækkunin á göngunni er um 2000 metrar og búast má við að gangan taki í heild 12 til 15 klst.
Fyrirhugaðar eru æfingagöngur alla miðvikudaga eftir vinnu og verða þær auglýstar sérstaklega.
Áhugasamir skrái sig á spjallinu og svo verður haldinn fundur og nákvæm tímasetning ákveðin o.s.frv. í næstu viku.