Fyrsta undirbúningsganga fyrir Hvannadalshnjúk

Nefndin ákvað að hafa undirbúningsgöngurnar í febrúar á laugardagsmorgnum sökum rökkurs og þegar það fer að birta þá verður bætt við æfingum á miðvikudögum kl 18:00 eftir 1. mars.

Við ætlum að byrja rólega og fikra okkur svo ofar og ofar eftir því sem nær dregur að ráðist verður á Hnjúkinn. Fyrsta gangan verður:

Laugardagurinn 31. Janúar 2009 Lambafellsklofi

Lambafell er klofið í tvennt og verður gengið í gegnum fjallið en það er mjög sérstök upplifun. Gangan byrjar við Eldborg við Höskuldarvelli og er gengið í hring eins og sést á kortinu hér fyrir neðan. Svæðið er afar mosavaxið og algjört náttúrulistaverk. Við njótum eflaust ekki mosans mikið fyrir snjó núna en það er eflaust ekki verra.  Þessi ganga er tilvalin fyrir krakka og unglinga sem hafa gaman af því að ganga og ekki er verra að hafa smá kakó meðferðis til þess að ylja sér.

 lambafellsklofi kort

Gangan tekur 2 - 3 klst.

Við ætlum að hittast á síðustu bensínstöðinni í Hafnarfirði (N1) á móti 10-11 kl. 10:00 stundvíslega og sameina okkur í bíla.

 Hlökkum til að sjá ykkur göngugarpar!!

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm... þetta er mjög áhugavert og aldrei að vita nema maður skelli sér með :)

Valdís (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:38

2 identicon

Frá mér koma einhverjir 1-4

Lortur (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:50

3 identicon

hvenær er næsta ganga??????? göngubakterían farin að segja til sín :-)

Inga Lilja (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband